Tuesday, April 24, 2012

Að brjótast út úr höftum hugans

Skrifaði grein í tilefni að því að fyrrum viðskiptaráðherra lagði til að leita til Seðlabanka Evrópu um hjálp við að leysa höftin.

Slík hjálp þyrfti að vera í formi láns frá Seðlabanka Evrópu.  Upptaka evru í gegnum ERM II gerir ráð fyrir að hagkerfi séu í jafnvægi.  Hagkerfi í höftum er eðli máls samkvæmt ekki í jafnvægi.