Monday, October 24, 2011

Kayak velta

Hingað til hef ég notast við félagabjörgun þegar ég hef velt kayak úti á sjó. Það getur verið býsna kalt að svamla í úfnum sjó og bíða eftir aðstoð. Mig langaði því að læra nýja aðferð, að snúa (e. roll) þannig að ég gæti stólað á mig sjálfan. Að snúa kayak virkar einfalt sbr. meðfylgjandi myndskeið en ...

Fór þess vegna á námskeið um helgina hjá Kayakklúbbnum þar sem æft var í sundlaug. Eftir ansi margar veltur og í lok helgar var þetta farið að takast en ljóst að þetta þarf að æfa miklu meira þannig að þetta nýtist í brælu úti á sjó.