Monday, October 24, 2011

Staðreyndir um fasteignamarkað

Það er óþarfi að karpa um staðreyndir um verðþróun á fasteignamarkaði og áhrif verðtryggðra lána. Eftirfarandi er unnið upp úr tölum Hagstofunnar.

Frá janúar 2000 til dagsins í dag hefur íbúðaverð í Reykjavík hækkað um 145%, sem svarar til 8,7% árshækkunar að jafnaði yfir allt tímabilið.
Mynd: Húsnæðisverð í dag er svipað og í apríl 2007 og mars 2009. Þeir sem keyptu á því tímabili hafa því orðið fyrir nafnverðslækkun (rautt svæði).

Hins vegar hefur verðþróun íbúðaverðs verið á skjön við verðbólgu undanfarið og því étið upp raunvirði eiginfjár í húsnæði. Næsta mynd sýnir hækkun íbúðarverðs umfram hækkun verðbólgu.Mynd: Uppsöfnuð hækkun húsnæðis umfram verðbólgu frá janúar 2000 er 50%. Það samsvarar 3,8% raunávöxtun á ári frá janúar 2000.

Frá október 2007 hefur verðbólga hækkað um 37% en húsnæði lækkað um 9%. Það er harkaleg staðreynd fyrir þá sem keyptu í bólunni og fjármögnuðu með verðtryggðum lánum.


Er það ekki staðreynd?