Thursday, October 14, 2010

Reykjum og til verður útópía!

Frá 2002 hafa laun hækkað 3% meira en verðbólga.
Frá 2005 hafa laun hækkað 4% minna en verðbólga.
Frá 2007 hafa laun hækkað 10% minna en verðbólga.  • Hagsmunasamtök heimilanna vilja 18% lækkun fasteignalána!
  • Hvað með þá sem tóku lán 2002? Eiga þeir þá að greiða til baka?
  • Hvað ef laun hækka umfram verðbólgu á næstu árum? Eiga þeir þá að greiða til baka?
  • Hvað með þá sem notuðu fasteignir til að fá ódýr lán til að fjármagna t.d. bílakaup, sumarbústaði og neyslufyllerí?
  • Á ríkissjóður að vera tryggingarsjóður skuldara?
  • Á ábyrgð og frelsi ekki að fara saman?
  • Eru fjárfestar húsnæðis ábyrgðarlausir skulda sinna þegar illa fer en halda gróðanum þegar vel gengur?
  • Hvað með þá sem geta vel greitt af lánunum sínum þó svo að veðmál þeirra hafi ekki gengið eftir?
  • Er ríki þar sem líkur á greiðslufalli eru verulegar í stöðu til að sökkva enn dýpra í skuldir?
  • Er það sanngjarnt að láta börnin okkar borga skuldir þeirra sem fjárfestu ógætilega 2007?

Einhver að reykja?