Friday, September 11, 2009

Kaldur dagur - 9/11

Eftir sólríka og heita daga undanfarið hefur skyndilega kólnað. Það er engu líkara en að haustið sé að koma sér fyrir. Grá, þung og vatnsfyllt ský hanga yfir borginni - rigningin vofir yfir. Hitinn hefur lækkað um heilar 8 gráður. Það er kominn 11. september eða eins og heimamenn segja - 9/11. Fjögur stafabil, þrjár tölur aðskildar með skástriki, sem eru hlaðin tilfinningum og minningum.Veðurfar sem hæfir deginum ... en veðurspáin einnig. Næstu daga á að hlýna og um helgina er spáð 26 stiga hita og sól. Semsagt, eftir hroll dagsins 9/11, þá er bjart og hlýtt framundan ...