Tuesday, April 28, 2009

Staðreyndir á haus = Blekking

Margt samfylkingarfólk reynir að halda því fram að Samfylkingin sé sigurvegari kosninganna og heitustu ESB-sinnar telja sig sjá skýr merki um vilja þjóðarinnar að ganga í ESB. Halló! Hvaða staðreyndir liggja fyrir um fylgisaukningu?

Vinstri Græn +7,4%.
Borgarahreyfingin +7,2%
Framsókn +3,1%
Samfylkingin +3,0%

Eru Vinstri Grænir ásamt Borgarahreyfingunni ekki stóru sigurvegarar kosninganna? Vinstri Græn hafa þar að auki alveg skýra stefnu um að ganga ekki í ESB. Vann Evrópuaðild þá sigur? Það er einn flokkur sem vill í ESB - Samfylkingin og sá flokkur fékk innan við þriðjung atkvæða og þar að auki minna fylgi en 2003!
Staðreyndir skipta ekki máli. Jafnvægi í umræðu skiptir ekki máli. Öllu skal snúið við og spuninn heldur áfram óháð staðreyndum. Er fólki, sem snýr jafnaugljósum staðreyndum eins og niðurstöðum kosninga á haus, yfirhöfuð treystandi? Er þessu fólki þá treystandi til að stjórna landinu og passa upp á hagsmuni Íslands - hagsmunamat sem byggir á staðreyndum?