Friday, March 20, 2009

Um 20% skuldaniðurfellingu

Ef ég skil rök Tryggva Þórs rétt þá er rökstuðningur fyrir flatri 20% niðurfellingu að þá batnar lánasafnið jafnmikið eða meira en sem niðurfellingu nemur. Í þeim skilningi væri kostnaður við 20% niðurfellingu enginn. Ekki ný rök en áhugavert sjónarhorn og þess virði að skoða nánar. Þessi rök má einnig setja fram svona:

Þar sem,
B = lánasafn banka fyrir niðurfellingu skulda.
R0 = Innheimtuhlutfall fyrir niðurfellingu.
R20 = Innheimtuhlutfall eftir 20% niðurfellingu.

Fækkun gjaldþrotakróna = (R20-R0)/(1-R0)

Myndin sýnir að R20 þyrfti að fara úr 50% í 62,5% svo að rök Tryggva haldi. M.ö.o. að flöt 20% niðurfelling skulda tryggi a.m.k. 25% fækkum gjaldþrotakróna (minna útlánatap)? Það væri magnað. Myndin sýnir einnig að ef raunverulegt innheimtuhlutfall er 75% en ekki 50%, eins og Tryggvi gengur út frá, þá þyrfti aðgerðin að tryggja 76% fækkun gjaldþrotakróna. Er það líklegt?

Í þessu ljósi hef ég litla trú á að rök haldi og þar með að svona aðgerð sé raunhæf. Þar fyrir utan er þetta spurning um freistnivanda, sanngirni, skilaboð og fordæmi. Þá get ég ekki skilið hvernig þessi leið getur verið betri leið en hefðbundnar leiðir við skuldaaðlögun þeirra sem virkilega þurfa hjálp og sleppa hinum sem þurfa ekki hjálp.