Tuesday, November 18, 2008

IceSave vs. SaveEU

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir réttlætti yfirtöku íslenska ríkisins á ábyrgðum vegna Icesave m.a. þannig að allt bankakerfi Evrópu hafi verið í hættu. Ef komið hefði upp réttaróvissa vegna ábyrgða á Icesave, var hægt að efast um slíkar ábyrgðir út um alla Evrópu. Slíkt hefði getað valdið áhlaupi og frekara bankahruni í Evrópu.

Þetta eru fráleit rök fyrir því að Ísland ábyrgist Icesave. Af hverju?

  1. Gerum ráð fyrir að ISG segi satt.
  2. Geti Ísland komið í veg fyrir skaða alls bankakerfis Evrópu, þá er virði þess gríðarlegt - fyrir ESB. Hagsmunir ESB eru því miklir að ná að semja við Ísland. Íslandi ber ekki lagleg skylda til að ábyrgjast Icesave og hefur enga burði til þess fjárhagslega!
  3. Samningsstaðan hlýtur því að vera afar sterk - fyrir Ísland.
  4. En ... niðurstaðan var að Ísland tekur á sig ábyrgð sem jafnast á við nokkrar Kárahnjúkavirkjanir - (fórnfús forysta fyrir hönd framtíðarskattborgarar til að bjarga bönkum Evrópu!).
  5. Svona samning gerir bara aðili sem hefur enga samningsstöðu. Það er hins vegar í mótsögn við 2 og 3 um sterka samningsstöðu.
  6. Þar sem við gerðum ráð fyrir að ISG segði satt (1), þá er eina skýringin sem eftir er að forystan fattaði ekki/gat ekki nýtt sér sterka samningsstöðu.
  7. M.ö.o. ISG getur ekki verið að segja satt NEMA um sé að ræða handónýta forystu vegna Icesave.

Lærdómurinn af Icesave málinu er skýr. Ef ISG er að segja satt þá er forystunni ekki treystandi fyrir hagsmunum Íslands.´ Fyrst henni var ekki treystandi vegna Icesave, heldur ákvað að bjarga ESB á kostnað Íslands, þá er henni ekki treystandi að fara með hagsmuni Íslands í framtíðinni.