Thursday, August 14, 2008

Kjarnyrtur Greenspan

Sem seðlabankastjóri var hann þekktur fyrir að tala í véfréttastíl. Svo loðin og teygjanleg voru hans álit að menn þurftu meirapróf í "Greenspan tungumálinu" til að geta snarað áliti hans yfir á mannamál.

Í Wall Street Journal í dag talar Greenspan hins vegar tæpitungulaust um björgunaraðgerðir bandarískra yfirvalda á Fannie Mae og Freddie Mac sjóðunum:

"... They should have wiped out the shareholders, nationalized the institutions with legislation that they are to be reconstituted -- with necessary taxpayer support to make them financially viable ..."

Þar höfum við það!