Friday, April 25, 2008

Bara fordómar og misskilningur Economist?

Í nýrri grein í Economist er útskýrt hvernig hávaxtastefna Seðlabankans á sinn þátt í efnahagskreppu á Íslandi. Rök Economist eru efnislega sambærileg og áður hefur verið gert grein fyrir á þessum vettvangi. Economist lýsir því hvernig háir vextir settu af stað atburðarrás sem veldur nú vandræðum. Blaðið kemst að þeirri niðurstöðu að afleiðing þessa og þenslu bankanna sé að hér sé yfirvofandi verðbólga og kreppa.

Hér er útdráttur úr grein Economist þar sem ég hef feitletrað það sem snýr að Seðlabankanum.

"… one unhelpful result of high interest rates (recently raised to 15.5%) has been a widening differential with other currencies. That made Iceland a prime target for the “carry trade” ... Icelanders reacted to their strong currency by spending even more. Last summer an ugly spiral developed. Inflation stayed high, interest rates were raised, the krona strengthened—and the circle was completed by unfettered borrowing. Into this toxic mix fell the global credit crunch, triggered by America's subprime mess. ….

The outcome in 2008 has been a slump in the krona, which has fallen against the euro by almost 30%, as carry traders unwound their contracts and hedge funds shorted the currency. ... Double-digit inflation and a recession both look inevitable ..."


Það er varla hægt að túlka þetta öðru vísi en gagnrýni Economist á stefnu Seðlabanka Íslands. Nú er bara spurningin hvort Economist sé nógu virt blað þannig að það hafi áhrif – hingað til hafa þessi rök ekki hrifið á þá Seðlabankamenn og þau ekki þótt svaraverð.

Ætli þetta sé ekki bara misskilningur og jafnvel fordómar í garð Seðlabanka Íslands hjá Economist líkt og einn seðlabankastjóranna
afgreiddi ýmsa gagnrýni á Seðlabankann í nýlegri grein í Morgunblaðinu. Eða hvað?