Wednesday, March 19, 2008

Hvar er umræðan stödd?

Ágætur maður sem ég þekki benti mér nýlega á hin svokölluðu Kübler-Ross sorgarferli sem lýsa þeim stigum sem maðurinn gengur oft í gengum við áföll. Stundum er þetta ferli einnig haft til viðmiðunar þegar efnahagsáföll dynja yfir þjóðir og má þá horfa á þjóðfélagsumræðuna í gegnum slík gleraugu. Þannig hafa sumir t.a.m. reynt að skilja umræðuna varðandi undirmálslánin í Bandaríkjunum með því að reyna að staðsetja umræðuna og þannig átta sig á oft sérkennilegum viðbrögðum en ekki síður til að reyna að átta sig á líklegum viðbrögðum mismunandi hagsmunaaðila áður en jafnvægi næst á ný.

Í þessu ljósi er áhugavert að fylgjast með umræðunni á Íslandi um fall krónunnar og velta fyrir sér hvar umræðan er stödd á Íslandi í dag. Mér var sérstaklega hugsað til þess þegar ég las að vandræðin á Íslandi væru bönkunum að kenna. Dæmi hver fyrir sig.