Monday, February 11, 2008

Græna eldsneytið skaðlegra?

Í grein í New York Times er sagt frá nýrri rannsókn sem birtist í Science þar sem niðurstöðurnar eru að þegar allt er tiltekið þá sé eldsneyti unnið úr lífrænum afurðum, s.s. maís og sykri, síst umhverfisvænna en hefðbundið jarðeldsneyti. Þetta eru vissulega tíðindi enda hefur verið litið til “græna” eldsneytis sem umhverfisvæns eldsneytis sem þyrfti að gera hærra undir höfði.

Nú er svo komið að þessa tegund eldsneytis hefur átt stóran þátt í hækkandi matvælaverði og hér í Bandaríkjunum fer um 20% allra maísuppskeru til framleiðslu á slíku eldsneyti. Þá hefur löggjafinn víða útfært hvatakerfi vegna “græna” eldsneytisins.

Af þessu virðist ljóst að eitthvað hefur skort á forsendur þessarar “grænu” byltingar og því líklegt að "græna" eldsneytið muni hægja á ferðinni. Altjént þurfa einhverjir að endurskoða sín áform og þar á meðal Evrópusambandið sem hefur skipað aðildarríkjum sínum svo fyrir að árið 2020 þurfi a.m.k. 10% eldsneytis á farartækjum að vera "grænt" eldsneyti.