Wednesday, June 27, 2007

Stríðsmann sem sáttasemjara - gott mál?

Í dag var Tony Blair skipaður erindreki Bandaríkjanna, Rússlands, EU og SÞ í Miðausturlöndum. Í ljósi ábyrgðar Blair á stríðsástandinu í arabaheiminum í dag, þáttar Breta í stofnun Ísraelsríkis í Palestínu 1948, og almennrar stríðsgleði Blair þá spyrja ýmsir sig hvor þetta sé nú rétti maðurinn í starfið.

Þetta minnir nokkuð á það þegar Joseph Kennedy, faðir JFK, var skipaður formaður bandaríska fjármálaeftirlitsins (SEC) eftir hrunið 1929. Sagt var að ein helsta ástæða þess að hann var skipaður hafi verið að hann kunni manna best að svindla á bandaríska hlutabréfamarkaðinum. Hann þekkti svindlið og þótti því besti maðurinn að koma böndum á svindlið.

Stríðsmaðurinn Blair sem boðberi friðar í hlutverki sáttasemjari? Af hverju ekki - hann þekkir stríðsrekstur!