Monday, June 25, 2007

Jazzinn og lífið

Í tilefni af fertugsafmæli mínu nýlega var mér boðið á jazz tónleika í Carnegie Hall. Þar léku þeir; Keith Jarrett, Jack DeJohnette og Gary Peacock og eins og vera ber - af fingrum fram.

Jazz er annars merkilegt fyrirbæri og sérlega viðeigandi á tímamótum og þegar horft er til framtíðar! Jazz sem tónlistarform er rakið til New Orleans í upphafi síðustu aldar. Það sem helst einkennir Jazz er spuninn sem byggir á blús en þar að auki hafa tónlistarmenn frelsi til að nota hjóðfæri sín til að kallast á og svara hver öðrum í takt við tilfinningar og stemmingu en ekki eftir nótum. Þetta í takt við áhrif frá Vestur-afrískum þjóðlögum og Vestrænni tækni köllum við jazz.

Hvert spil er þannig einstakt enda háð samspili teymisins og spuna þess, stemmingunni innan hópsins, áhrifa frá umhverfinu, hæfileikum og þekkingu tónlistarmannanna en þó á sama tíma innan ramma formsins. Hvert lag er ekki bara einstakt heldur óútreiknanlegt og ómögulegt fyrir hlustandann að vita fyrirfram hvernig það mun reiða af og þróast.

Hljómar svolítið eins og lífið sjálft!