Tuesday, April 24, 2012

Hvað kennir sagan?

Skrifaði grein á umræðuvef Landsbankans og Hagdeildina um höftin sem sett voru 1920 og 1931.  Það var í þá daga þegar Ísland var hluti af Myntbandalagi Norðurlandanna en höftin vora viðbrögð við því að Íslendingar vildu "stöðugt" gengi. Ég velti því fyrir mér hvað lærdóm megi draga af sögunni þegar óskir og draumar um stöðugt gengi ráða för og ef slíkt er ekki stutt af undirliggjandi hagkerfi.


Að brjótast út úr höftum hugans

Skrifaði grein í tilefni að því að fyrrum viðskiptaráðherra lagði til að leita til Seðlabanka Evrópu um hjálp við að leysa höftin.

Slík hjálp þyrfti að vera í formi láns frá Seðlabanka Evrópu.  Upptaka evru í gegnum ERM II gerir ráð fyrir að hagkerfi séu í jafnvægi.  Hagkerfi í höftum er eðli máls samkvæmt ekki í jafnvægi.


Stöðugleiki að láni

Skrifaði grein á pressan hvernig stöðugleiki gjaldmiðilsins í Evrulandi er í raun fenginn að láni.   Vandamálið við lán er að þau þarf hins vegar að borga til baka.  Þannig upplifa t.d. Írar stöðugleika í gengi þó svo að hagkerfið einkennist af fjármagnsflótta og viðskiptahalla.  Stöðugleiki í gengi en býr til ójafnvægi og þó svo að gjalddaginn sé óviss þá kemur það skuldadögum.


Dæmi 1: Viðskiptahalli.


Dæmi 2: Fjármagnsflótti.


Draumaland eða martröð?

Skrifaði grein á umræðuvef Landsbankans hvernig þýskir ráðamenn eru smám saman að vakna upp við vondan draum, þ.e. hvernig Þýskaland hefur í raun fjármagnað stærstan hluta viðskiptahalla PIIGS landanna, þ.e. Portúgals‚ Ítalíu, Írlands, Grikklands og Spánar. Monday, October 24, 2011

Staðreyndir um fasteignamarkað

Það er óþarfi að karpa um staðreyndir um verðþróun á fasteignamarkaði og áhrif verðtryggðra lána. Eftirfarandi er unnið upp úr tölum Hagstofunnar.

Frá janúar 2000 til dagsins í dag hefur íbúðaverð í Reykjavík hækkað um 145%, sem svarar til 8,7% árshækkunar að jafnaði yfir allt tímabilið.
Mynd: Húsnæðisverð í dag er svipað og í apríl 2007 og mars 2009. Þeir sem keyptu á því tímabili hafa því orðið fyrir nafnverðslækkun (rautt svæði).

Hins vegar hefur verðþróun íbúðaverðs verið á skjön við verðbólgu undanfarið og því étið upp raunvirði eiginfjár í húsnæði. Næsta mynd sýnir hækkun íbúðarverðs umfram hækkun verðbólgu.Mynd: Uppsöfnuð hækkun húsnæðis umfram verðbólgu frá janúar 2000 er 50%. Það samsvarar 3,8% raunávöxtun á ári frá janúar 2000.

Frá október 2007 hefur verðbólga hækkað um 37% en húsnæði lækkað um 9%. Það er harkaleg staðreynd fyrir þá sem keyptu í bólunni og fjármögnuðu með verðtryggðum lánum.


Er það ekki staðreynd?